Heiða í 7-.9. sæti á Hvaleyrinni
Kylfingurinn Heiða Guðnadóttir er í 7.-9. sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum eins og stendur á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Heiða leikur fyrir hönd Golfklúbbs Suðurnesja en hún er jafnframt eini kvenkylfingurinn í mótinu frá Suðurnesjum.
Heiða lék í gær á 76 höggum en það gekk ekki jafn vel í dag og lauk hún leik á 81 höggi og er því samtals á 157 höggum eftir tvo keppnisdaga. Heiða hóf engu að síður leik í dag mjög vel og náði forystu í mótinu um tíma en náði því miður ekki að fylgja því eftir. Nína Björk Geirsdóttir, GKj, er í forystu eins og stendur á 148 höggum.
Staðan eftir 36 holur í kvennaflokki:
1 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 76 72 = 148
2 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 76 75 = 151
3 Tinna Jóhannsdóttir GK 77 77 = 154
4 Valdís Þóra Jónsdóttir GL75 79 = 154
5 Hanna Lilja Sigurðardóttir GR 79 76 = 155
6 Ragna Björk Ólafsdóttir GK 78 78 = 156
7 Helena Árnadóttir GR 76 81 = 157
8 Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK 75 82 = 157
9 Heiða Guðnadóttir GS 76 81 = 157
10 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 81 78 = 159
11 Signý Arnórsdóttir GK 79 82 = 161
12 Ásta Birna Magnúsdóttir GK 83 80 = 163
13 Helga Rut Svanbergsdóttir GKJ 83 83 = 166
14 Jódís Bóasdóttir GK 84 82 = 166
15 Þórdís Geirsdóttir GK 78 89 = 167
16 Erna Valdís Ívarsdóttir GKG 84 85 = 169
17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 83 87 = 170
18 María Málfríður Guðnadóttir GKG 83 89 = 172
Nánar um Íslandsmótið í höggleik á www.kylfingur.is