Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hefur spilað körfubolta með Justin Bieber
Laugardagur 24. febrúar 2018 kl. 06:00

Hefur spilað körfubolta með Justin Bieber

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson leikur með Njarðvík í Domino’s-deild karla í körfu, Kristinn sneri aftur heim til Íslands í desember sl. eftir að hafa stundað nám og körfubolta í Bandaríkjunum og einnig á Ítalíu. Víkurfréttir fengu Kristinn í smá Sportspjall.

Fullt nafn: Kristinn Pálsson.
Íþrótt: Körfubolti.
Félag: Njarðvík.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Um 5-6 ára aldur, báðir foreldrar mínir voru í körfubolta og ég var oftar en ekki með þeim uppi íþróttahúsi.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Ef ég man rétt var það Guðni Erlendsson.
Hvað er framundan? Taka restina af tímabilinu hjá Njarðvík með trompi, og við ætlum okkur að ná langt í úrslitakeppninni. Vonandi alla leið.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Mjög líklega að vinna ítalska meistaratitilinn í U19 þar sem ég var fyrirliði liðsins. Sem var alveg geðveik tilfinning og algjörlega ógleymanleg.

Uppáhalds:
Leikari: Kevin Hart.
Bíómynd: Cars.
Bók: Tár bros og takkaskór.
Alþingismaður: Árni Mathiesen/Páll Valur Björnsson.
Staður á Íslandi: Njarðvík.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég hef spilað körfubolta með Justin Bieber.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég reyni að æfa eins mikið og ég get og legg eins hart að mér og ég get á meðan á æfingum stendur.
Hver eru helstu markmið þín? Komast sem lengst í minni íþrótt og geta vonandi lifað á því að spila bara körfubolta.
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Erfitt að svara þessari spurningu, það eru svo margar góðar sögur.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Leggja hart að sér og muna, aukaæfingin skapar meistarann!