Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 8. október 2002 kl. 15:07

Hefur dæmt sinn síðasta leik

Kristján Möller hefur dæmt sinn síðasta leik í körfuknattleik. Var leikur Njarðvíkur og KR-inga um titilinn Meistarar meistaranna nú á sunnudagskvöldið síðasti opinberi leikurinn sem Kristján Möller dæmdi, en hann hefur ákveðið að hætta í dómgæslu eftir að hafa starfað sem slíkur frá árinu 1987 eða í 15 ár. Alls hefur Kristján dæmt 269 leiki í Úrvalsdeild og alls hefur hann dæmt 577 leiki á vegum KKÍ á ferlinum fram að þessum leik. Skemmtileg tilviljun er fólgin í því að Kristján sem dæmir fyrir Njarðvík, dæmdi þennan síðasta leik sinn með Kristni Óskarssyni úr Keflavík en þeir hafa alls dæmt 66 leiki saman og hefur Kristján ekki dæmt fleiri leiki með nokkrum öðrum dómara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024