Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hefnir Keflavík í dag?
Laugardagur 23. maí 2009 kl. 11:01

Hefnir Keflavík í dag?

Keflavík mætir Fram á heimavelli sínum, Sparisjóðsvellinum í Pepsi-deild karla í dag kl. 15:00. Leikurinn er liður í fjórðu umferð deildarinnar. Bæði lið sigla lygna sjó í deildinni en Keflavík er með 6 stig eftir þrjá leiki en Fram með 4 stig.

Það má færa rök fyrir því að Keflvíkingar vilji hefna fyrir lokaleikinn í deildinni í fyrra þar sem Frömmurum tókst að eyðileggja sigurhátíð Keflvíkinga með 1-2 sigri. Leikurinn situr ennþá í mörgum Keflvíkingum og má því reikna með að stund hefndarinnar sé runninn upp. Með sigri í dag stimplar Keflavík sig inn í toppbaráttuna en Framarar verða án efa erfiðir viðureignar fyrir þá dökkklæddu.

VF-Mynd: Keflvíkingar fá tækifæri til að ná fram hefndum gegn liði Fram á Sparisjóðsvellinum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024