Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hefja leik í háskólaboltanum
Elvar leikur í Miami á meðan Kristinn og Sara eru í New York fylki.
Föstudagur 13. nóvember 2015 kl. 11:00

Hefja leik í háskólaboltanum

Elvar, Kristinn og Sara á nýjum slóðum

Suðurnesjamenn eiga þrjá fulltrúa í bandaríska hákólakörfuboltanum um þessar mundir. Öll hefja þau leik með liðum sínum í kvöld.

Njarðvíkingarnir Elvar Friðriksson og Kristinn Pálsson eru báðir á fysta ári í nýjum skólum, en Elvar skipti úr Brooklyn LIU skólanum yfir til Barry University í Miami í Florida. Lið Elvars tekur á móti Florida Memorial í fyrsta leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn leikur með Marist University í New York fylki en hann hefur leikið á Ítalíu í virtum menntaskóla undanfarin tvö ár. Kristinn byrjar á heimavelli þar sem lið Holy Cross kemur í heimsókn.

Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík leikur sömuleiðis í New York fylki en hún stundar nám við Can­isius Col­l­e­ge. Lið Söru fer til Ohio fylkis og mætir Youngstown State í fyrsta leik.

Hægt er að fylgjast með leikjum liðanna á vefsíðum sem eru í hlekkjum hér að neðan.

Leikir Kristins

Leikir Elvars

Leikir Söru