Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 6. ágúst 1999 kl. 10:56

HEF ALLTAF TEKIÐ ÁBYRGÐ Á GERÐUM MÍNUM

Gunnari Oddssyni var sagt upp störfum sem þjálfara Keflavíkurliðsins eftir sigurleik liðsins gegn Víkingum á dögunum en ákváð að standa áfram pliktina sem leikmaður, ákvörðun sem margir dáðust að en sumir skildu ekki til fulls. VF spurði hann hvað lægi að baki þessari ákvörðun hans. „Ég ákvað að halda áfram að spila hér í Keflavík vegna þess að staða liðsins er þannig. Ég hef alltaf tekið ábyrgð á gjörðum mínum og finnst ég eiga þátt í að liðið er í þessari stöðu . Þetta var erfið ákvörðun enda hef ég ekki verið þekktur fyrir að láta slá mig niður tvisvar í röð. Þjálfaraskiptin voru eitthvað sem maður réði ekki við. Við Sigurður, sem höfum átt farsælt samstarf, stóðum í þeirri trú að liðið væri að rétta úr kútnum, en aðrar skoðanir urðu ofan á. Sagan segir að þriðja árið í þjálfun sé oft erfitt og gerðum við okkur fyllilega grein fyrir því. Við Siggi göngum frá þessu teinréttir og teljum okkur hafa markað spor í Keflvíska knattspyrnusögu. Það sem skiptir máli í dag er að klára þetta tímabil með sóma og það kallar á að allir geri það af heilum hug.“ Hvernig tilfinning var það síðan að skora sigurmarkið í fyrsta leiknum sem almennur leikmaður, fyrsta mark þitt í sumar? „Um markið er það einfaldlega að segja að það var kominn tími á það. Næstu leikir eru gegn liðunum sem eru á svipuðu róli og við, þannig að það verður áfram háspenna í Bítlabænum.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024