Haukur Örn aftur í Njarðvík frá WIllem II
Knattspyrnumaðurinn Haukur Örn Harðarson 16 ára varnarmaður hefur gengið aftur í raðir Njarðvíkur frá Willem II. Frá þessu er greint á www.fotbolti.net
Haukur Örn gekk í raðir Willem II í ágúst á síðasta ári og gerði eins árs samning við félagið. Hann hefur hinsvegar ákveðið að snúa aftur heim eftir rúma fimm mánaða dvöl í Hollandi.
Yfirmenn Willem II hrifust mikið þegar Haukur kom til reynslu hjá félaginu en hann á landsleiki að baki með u-17 ára landsliði Íslands.