Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 27. ágúst 2002 kl. 14:58

Haukur Ingi valinn í landsliðið ný

Haukur Ingi Guðnason leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu hefur verið valinn í A-landslið Íslands sem mætir Ungverjalandi á Laugardalsvelli þann 7. september nk. Hjálmar Jónsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur, sem átti mjög góðan leik gegn Andorra 21. ágúst var einnig valinn í liðið og má búast við því að hann hefji leikinn.Atli Eðvaldsson hefur greinilega ekki mikið álit á Ólafi Gottskálkssyni markmanni Brentford í Englandi þar sem hann velur frekar Birki Kristinsson úr ÍBV í liðið og í leiknum gegn Andorra valdi hann Kjartan Sturluson. Vekur þetta óneitanlega mikla furðu þar sem Ólafur er frábær markmaður sem vakið hefur áhuga liða í 1. deild ensku knattspyrnunnar, þar á meðal Ipswich. Hann hlýtur þó ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans frekar en fyrri daginn en hann varð fyrir mikilli gagnrýni á dögunum fyrir að velja ekki Guðna Bergsson leikmann Bolton í liðið né Tryggva Guðmundsson, næstmarkahæsta leikmann norsku úrvalsdeildarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024