Haukur Ingi til Keflavíkur á nýjan leik
Haukur Ingi Guðnason fyrrverandi leikmaður Keflavíkur en nú síðast hjá Fylki hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag og skrifaði undir samning þess efnis í gær. Haukur skrifaði undir tveggja ára samning við sitt gamla félag.
Við sama tækifæri skrifuðu tveir ungir leikmenn undir samninga við félagið en það voru þeir Magnús Þórir Matthíasson og Tómas Kjartansson, báðir fæddir 1990. Þá gekk Ásdís Þorgilsdóttir, íþróttakennari og einkaþjálfari undir samning við félagið um að taka að sér þrekþjálfun leikmanna. Ásdís hefur starfað mikið fyrir kvennaknattspyrnuna og tók m.a. við þjálfun kvennaliðsins á miðju sl. sumri.
Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur voru að vonum ánægðir með þessa samninga en Haukur Ingi er fjórði fyrrverandi atvinnumaðurinn úr Keflavík sem skrifar undir samning við félagið.
Hópurinn saman kominn eftir undirskriftina.
Hópurinn saman kominn eftir undirskriftina.