Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukur Ingi til Grindavíkur - Glugginn fer að loka
Föstudagur 29. júlí 2011 kl. 18:24

Haukur Ingi til Grindavíkur - Glugginn fer að loka

Nú styttist óðum í það að félagsskiptaglugginn loki í íslensku knattspyrnunni og hafa Grindvíkingar bætt við sig tveimur leikmönnum í dag. Framherjinn fljóti, Haukur Ingi Guðnason sem hefur verið í leyfi frá knattspyrnu alveg frá því hann lék með Keflvíkingum í fyrra hefur samið við Grindvíkinga.

31 árs gamall skoskur leikmaður Derek Young fyrrum leikmaður Aberdeen hefur einnig gengið til liðs við Grindavík en hann er miðjumaður sem á að baki yfir 300 leik í skosku deildinni.

Ísak Örn Þórðarsson framherji Keflvíkinga sem hefur verið í láni hjá 1. deildar liði Hauka síðustu misseri hefur verið kallaður aftur til Keflavíkur en Ísak gekk til liðs við Keflvíkinga fyrir þetta tímabil en hann er alinn upp hjá grönnunum í Njarðvík.

Síðustu forvöð fyrir lið að bæta við sig leikmönnum eru nú á sunnudaginn 31. júlí svo það má búast við hræringum á markaðnum á næstu sólarhringum.

Mynd: Haukur Ingi er kominn í gula treyju en hér er hann með Keflvíkingum í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024