Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 21. ágúst 2002 kl. 11:30

Haukur Ingi kinnbeinsbrotinn

Haukur Ingi Guðnason varð fyrir því óhappi að kinnbeinsbrotna í leik Keflavíkurliðsins við KR í Símadeildinni sl. sunnudag. Haukur sem átti frábæran leik fékk spark í andlitið frá Sigurvini Ólafssyni, leikmanni KR, inni í teig Vesturbæjarliðsins. Var hann fluttur á sjúkrahús um leið en það var ekki fyrr en við nánari skoðun á mánudeginum að læknar tóku eftir því að kinnbein hans var brotið.

Verið er að útbúa sérstaka grímu til að verja andlit Hauks Inga og ætti hún að vera tilbúin fyrir leikinn gegn ÍA á sunnudaginn. Sá leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en með sigri ættu Keflvíkingar að tryggja veru sína í deildinni.

Það ótrúlega við þetta allt saman var það að Keflvíkingar fengu ekki vítaspyrnu þegar sparkað var í andlit Hauks Inga inni í teig og á tímabili leit út fyrir að dómari leiksins ætlaði ekki að dæma neitt. Það var í raun ekki fyrr en hann sá hve illa Haukur leit út að hann ákvað að dæma óbeina aukaspyrnu rétt til þess að bjarga eigin andliti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024