Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukur Ingi í slæmum málum
Fimmtudagur 21. október 2004 kl. 23:39

Haukur Ingi í slæmum málum

Haukur Ingi Guðnason, fyrrum leikmaður Liverpool, KR, Fylkis og Keflavíkur, er í slæmum málum vegna aðgerðar sem hann fór í útaf slitnum krossböndum. Haukur segir að læknarnir sem skáru hann upp hafi gert mistök og fest krossböndin á vitlausan stað og nú þarf að rífa allt upp til að festa þau aftur. Hann verður því líklega frá í ár í viðbót og vegna álagsins sem þessu fylgir gæti ferill hans verið í hættu.
Þetta er mikið áfall fyrir Hauk Inga en hann var frá keppni í 8 mánuði vegna krossbandsins og missti af öllu tímabilinu í fyrra, að því er Stöð 2 greindi frá í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024