Haukur Ingi í hópnum gegn Skotum og Litháen
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið 18 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd gegn Skotum og Litháum á Laugardalsvelli dagana 12. og 16. október en um er að ræða fyrstu leikina undandkeppni Evrópumóts landsliða. Haukur Ingi Guðnason, sóknarmaður Keflavíkur, og Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar, eru í þeim hópi.
Þá valdi Ólafur Þórðarson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, einnig 18 leikmenn í hóp sinn sem mætir sömu þjóðum á Kaplakrikavelli dagana 11. og 15. október. Þrír leikmenn úr Keflavík eru í þeim hópi en það eru Haraldur Guðmundsson, Ómar Jóhannsson og Magnús Þorsteinsson.
Þá valdi Ólafur Þórðarson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, einnig 18 leikmenn í hóp sinn sem mætir sömu þjóðum á Kaplakrikavelli dagana 11. og 15. október. Þrír leikmenn úr Keflavík eru í þeim hópi en það eru Haraldur Guðmundsson, Ómar Jóhannsson og Magnús Þorsteinsson.