Haukur Ingi á leið til Molde eða Gautaborgar?
Svo gæti farið að Haukur Ingi Guðnason, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, fari til norska úrvalsdeildarliðsins Molde að loknum landsleik Íslands og Litháens síðar í þessum mánuði. Bæði Molde og sænska liðið Gautaborg sem Hjálmar Jónsson leikur með hafa sýnt Hauki áhuga og mun hann ákveða á næstunni hvað hann gerir í málinu.Haukur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Molde væri mjög góður kostur; "Molde er einn besti kostur sem hægt er að hugsa sér á Norðurlöndum, mjög sterkt lið, frábær aðstaða og mikill fótboltabær. Ég þarf að taka margt fleira með í reikninginn áður en ég ákveð hvað ég geri en það bendir allt til þess að ég bregði mér til Noregs þann 17. október og ræði málin við forráðamenn Molde," sagði Haukur Ingi við Morgunblaðið.
Hann sagði að Gautaborg gæti einnig verið áhugaverður kostur ef félaginu tekst að forðast fall úr úrvalsdeildinni. "Ég veit ekki ennþá hvort ég fer þangað eða læt nægja í bili að senda þeim leiki með mér á myndbandi. Hugur minn stendur til þess að komast í atvinnumennsku erlendis á ný og ég mun því athuga þá kosti sem í boði eru mjög vel," sagði Haukur Ingi Guðnason.
Hann sagði að Gautaborg gæti einnig verið áhugaverður kostur ef félaginu tekst að forðast fall úr úrvalsdeildinni. "Ég veit ekki ennþá hvort ég fer þangað eða læt nægja í bili að senda þeim leiki með mér á myndbandi. Hugur minn stendur til þess að komast í atvinnumennsku erlendis á ný og ég mun því athuga þá kosti sem í boði eru mjög vel," sagði Haukur Ingi Guðnason.