Haukur Ingi á leið til Fylkis
Haukur Ingi Guðnason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Keflavíkur, mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Fylki á næstu dögum. Þetta kemur fram í DV í dag. Haukur sem hefur verið í landsliði Íslands í undanförnum leikjum telur mikilvægt að leika í úrvalsdeild ætli hann sér að halda sætinu og því varð hann að yfirgefa herbúðir Keflvíkinga þar sem liðið féll sem kunnugt er niður í 1. deild sl. sumar.Haukur vildi þó ekki staðfesta við DV að búið væri að ná samningum en sagði að málið væri að komast á hreint. Hann sagðist kveðja Keflavík með söknuði en það væri ljóst að hann yrði að leika í efstu deild ætlaði hann sér að halda landsliðssætinu.
Eitt er víst að við þetta veikist framlína Keflavíkurliðsins verulega enda hefur Haukur verið prímusmótor liðsins undanfarin ár. Á þessari stundu er ekki vitað hvort Keflvíkingar komi til með að styrkja leikmannahóp sinn frekar en þeir gerður á dögunum samning við Stefán Gíslason til tveggja ára.
Eitt er víst að við þetta veikist framlína Keflavíkurliðsins verulega enda hefur Haukur verið prímusmótor liðsins undanfarin ár. Á þessari stundu er ekki vitað hvort Keflvíkingar komi til með að styrkja leikmannahóp sinn frekar en þeir gerður á dögunum samning við Stefán Gíslason til tveggja ára.