Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukur Baldvinsson til Keflavíkur
Mánudagur 18. apríl 2016 kl. 17:04

Haukur Baldvinsson til Keflavíkur

Keflvíkingar hafa samið við Hauk Baldvinsson út tímabilið 2016 og mun hann leika með liðinu í 1. deildinni í knattspyrnu. Haukur er uppalinn Bliki en hann hefur einnig leikið með Fram og síðar Víkingum. Í fyrra lék hann 14 leiki með Víkingum í Pepsi deildinni og skoraði þá eitt mark. Haukur er 26 ára snöggur kantmaður sem á að baki þrjá leiki fyrir u19 landslið Íslands.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024