Haukar upp í 4. sæti eftir sigur á Njarðvík
Njarðvíkurstúlkur töpuðu fyrir Haukum að Ásvöllum í gærkvöldi 65-54 í 1. deild kvennakörfuboltans. Jafnt var með liðunum framan af leik en meiri varð gestrisni Hauka ekki og sigldu þær framúr Njarðvíkingum í seinni hálfleik. Eftir leikinn eru Njarðvíkurstúlkur í 5. sæti deildarinnar en Haukar í því fjórða.
Agnar Mar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkurstúlkna var ósáttur við leik liðsins. „Við töpuðum leiknum í 3. leikhluta þar sem við náðum ekki að skora stig í átta mínútur og á hinum endanum var allt að detta niður hjá Haukum,“ sagði Agnar.
Haukastúlkur unnu 3. leikhluta leiksins 27-7 og þar með var björninn unninn. Helena Sverrisdóttir fór venju samkvæmt mikinn í liði Hauka og gerði 16 stig og tók 19 fráköst en hún er sem stendur frákastahæsti leikmaður 1. deildarinnar með 68 fráköst í 5 leikjum.
Í liði Njarðvíkur var Ingibjörg Vilbergsdóttir með 25 stig og Jamie Woudstra gerði 18. Næsti leikur Njarðvíkur er sannkallaður nágrannaslagur þegar þær halda í Sláturhúsið til að leika gegn Keflavík þann 17. nóvember næstkomandi.
Staðan í 1. deild kvenna
VF-mynd/ úr leik Njarðvíkur og Grindavíkur fyrr á tímabilinu
Agnar Mar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkurstúlkna var ósáttur við leik liðsins. „Við töpuðum leiknum í 3. leikhluta þar sem við náðum ekki að skora stig í átta mínútur og á hinum endanum var allt að detta niður hjá Haukum,“ sagði Agnar.
Haukastúlkur unnu 3. leikhluta leiksins 27-7 og þar með var björninn unninn. Helena Sverrisdóttir fór venju samkvæmt mikinn í liði Hauka og gerði 16 stig og tók 19 fráköst en hún er sem stendur frákastahæsti leikmaður 1. deildarinnar með 68 fráköst í 5 leikjum.
Í liði Njarðvíkur var Ingibjörg Vilbergsdóttir með 25 stig og Jamie Woudstra gerði 18. Næsti leikur Njarðvíkur er sannkallaður nágrannaslagur þegar þær halda í Sláturhúsið til að leika gegn Keflavík þann 17. nóvember næstkomandi.
Staðan í 1. deild kvenna
VF-mynd/ úr leik Njarðvíkur og Grindavíkur fyrr á tímabilinu