Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Haukar skelltu Njarðvík í Ljónagryfjunni
Laugardagur 19. nóvember 2011 kl. 18:06

Haukar skelltu Njarðvík í Ljónagryfjunni

Nú fyrir skömmu þá máttu Njarðvíkur sætta sig við tap gegn Haukum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta á heimavelli sínum. Lokatkölur urðu 67-80, Haukum í vil en þær leiddu nánast allan leikinn.

Njarðvíkingar voru þó með yfirhöndina eftir 1. leikhluta en eftir það var leikurinn algerlega eign Haukanna. Í halfleik voru gestirnir yfir með 5 stigum og Njarðvíkingar voru hálfpartinn á hælunum. Þær voru alltaf skrefinu á eftir, hvort sem um sókn eða vörn var að ræða. Í sókninni hjá Njarðvík var Lele Hardy að venju öflug en samlanda hennar, Shanea Baker var ekki að skila miklu. Pertúnella Skúladóttir var heit á tímabili en hún hefur verið að spila vel undanfarið.

Í vörninni á Njarðvíkingar í mestu vandræðum með þær Írisi Sverrisdóttur og Hope Elam, en þær voru virklega flottar í dag. Oft virtist sem að Njarðvíkingar ætluðu að gera þetta að leik en þá komu nokkur stig í röð frá þeim hafnfirsku sem slökktu í neista Njarðvíkinga.

Eins og áður segir var Lele Hardy góð en hún var með 23 stig og 20 fráköst, þar af 8 í sókn. Petrúnella var með 16 stig og Baker var með 10.

Hjá Haukum var Hope Elam með 27 stig og12 fráköst, og þar af tók hún 9 sóknarfráköst. Íris Sverrisdóttir var með 23 stig. Jence Rhoads var svo með tvennu, 13 stig og 11 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024