Haukar sigruðu Keflvíkinga
Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í gær í Domino's deild kvenna í körfubolta, 74-72, í spennandi leik. Haukar leiddu með sjö stigum í hálfleik en Keflvíkingar náðu forystu fyrir lokaleikhlutann. Haukar reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum og höfðu nauman sigur. Hjá Keflvíkingum var nýi erlendi leikmaðurinn, Carmen Tyson-Thomas, atkvæðamest með 24 stig. Sara Rún Hinriksdóttir var svo með 15 stig og Ingunn Embla skoraði 10. Keflvíkingar hafa nú sigrað einn leik en tapað einum það sem af er í deildinni.
Tölfræðin
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 24/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 15/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1.