Haukar of stór biti fyrir Keflvíkinga
Stefnir í Suðurnesjaslag um síðasta sæti úrslitakeppninnar
Keflavíkurkonur sitja í fimmta sæti og eru utan úrslitakeppni í Domino's deild kvenna, eftir tap gegn Haukum í gær. Lokatölur 54:67 fyrir gestina í Haukum en Monica Wright var eini leikmaður Keflavíkur sem skoraði yfir 10 stig í leiknum. Grindvíkingar og Keflvíkingar mætast í lokaumferð deildarinnar en þær gulklæddu verma nú fjórða sætið. Það má því teljast líklegt að sá leikur skeri úr um hvort liðið fari í úrslitakeppnina.
Keflavík-Haukar 54-67 (12-15, 15-21, 15-15, 12-16)
Keflavík: Monica Wright 17/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/9 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Melissa Zornig 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Elfa Falsdottir 4, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.