Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukar of stór biti fyrir Keflavík
Fimmtudagur 28. janúar 2016 kl. 09:36

Haukar of stór biti fyrir Keflavík

Keflvíkingar sáu ekki til sólar gegn Haukum þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenna í Hafnarfirði í gær. Haukar unnu sannfærandi 20 stiga sigur 89:69. Melisssa Zorning erlendur leikmaður Keflavíkur, var langt frá sínu besta og skoraði hún aðeins 8 stig. Munar nú um minna en hún er með 20 stig að meðaltali í leik.

Munurinn var þegar orðinn 19 stig í hálfleik en meira jafnræði var með liðunum í þeim seinni án þess þó að Keflvíkingar næðu að höggva niður muninn. Sandra Lind Þrastardóttir var atkvæðamest Keflvíkinga með 18 stig og 7 fráköst. Guðlaug Björt daðraði við þrennu, 14 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Keflvíkingar eru í 3.-5. sæti með 16 stig líkt og Valur og Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigaskor Keflavíkur: Sandra Lind Þrastardóttir 18 stig/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14 stig/6 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9 stig/4 stoðsendingar, Melissa Zornig 8 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir 5 stig/7 fráköst, Írena Sól Jónsdóttir 5 stig, Katla Rún Garðarsdóttir 5 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir 5 stig, Andrea Einarsdóttir 0 stig, Þóranna Kika Hodge-Carr 0 stig, Elfa Falsdóttir 0 stig, Bríet Sif Hinriksdóttir 0 stig.