Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukar of sterkir á lokasprettinum
Fimmtudagur 13. febrúar 2014 kl. 08:43

Haukar of sterkir á lokasprettinum

Njarðvíkingar voru einum slæmum leikhluta frá því að sigra sterkt lið Hauka á útivelli í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Þegar fjórði leikhluti hófst leiddu gestirnir frá Njarðvík 43-52. Haukar hrukku hins vegar í gang undir lokin, skoruðu 28 í fjórða leikhluta gegn 14 frá Njarðvík og sigruðu 71-66. Guðlaug Björt Júlíusdóttir var stigahæst Njarðvíkinga með 15 stig í leiknum en tölfræðina má sjá hér að neðan. Eftir leikinn sitja Njarðvíkingar enn á botni deildarinnar fjórum stigum frá grönnum sínum í Grindavík.

Njarðvík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 15/7 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Nikitta Gartrell 12/15 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 12/9 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 3/4 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Dísa Edwards 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024