Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Haukar of sterkir
Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 22:39

Haukar of sterkir

Keflavíkurkonur töpuðu á útivelli

Keflvíkingar töpuðu með átta stiga mun gegn Haukum á útivelli í Domino's deild kvenna í kvöld. Lokatölur 69-61, í leik þar sem Haukar náðu mest 19 stiga forystu. Haukar voru reyndar með forystu allan tímann og leiddu 40-25 í hálfleik.

Keflvíkingar voru komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og sigruðu hann með sjö stiga mun. Það dugðu þó ekki til og fóru Haukar með sigur af hólmi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir leikinn eru Keflvíkingar áfram í fjórða sæti með jafn mörg stig og Valskonur sem þó eiga leik til góða.

Staðan í deildinni

Tölfræði leiksins