Haukar of sterkir
Keflavíkurkonur töpuðu á útivelli
Keflvíkingar töpuðu með átta stiga mun gegn Haukum á útivelli í Domino's deild kvenna í kvöld. Lokatölur 69-61, í leik þar sem Haukar náðu mest 19 stiga forystu. Haukar voru reyndar með forystu allan tímann og leiddu 40-25 í hálfleik.
Keflvíkingar voru komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og sigruðu hann með sjö stiga mun. Það dugðu þó ekki til og fóru Haukar með sigur af hólmi.
Eftir leikinn eru Keflvíkingar áfram í fjórða sæti með jafn mörg stig og Valskonur sem þó eiga leik til góða.