Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Haukar með tak á Keflavíkurkonum
Frá leik Keflavíkur og Hauka fyrr í sumar
Föstudagur 17. júlí 2015 kl. 20:55

Haukar með tak á Keflavíkurkonum

Leitin að fyrsta sigrinum heldur áfram

Keflavíkurkonur sitja á botni A-riðils 1. deildar kvenna í knattpsyrnu eftir 3-1 ósigur gegn Haukum að Ásvöllum í gærkvöldi.

Hlutskipti liðanna hefur verið heldur ólíkt það sem af er sumri en Haukakonur berjast um að vinna sér inn sæti í Pepsí deild kvenna á næstu leiktíð á meðan Keflvíkingar höfðu tapað 5 af 6 leikjum sínum í deildinni og aðeins náð í 1 jafntefli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haukar reyndust númeri of stórir fyrir Keflavíkurkonur og gerðu úti um leikinn á fyrsta hálftíma leiksins með þremur mörkum án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Það var svo Ljiridona Osmani sem að náði að minnka muninn fyrir Keflavík með marki á 36. mínútu.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og nældu Haukar því sér í þrjú dýrmæt stig í toppbaráttunni á meðan þrautaganga Keflvíkurkvenna heldur áfram á botninum.

Keflavík tekur á móti sameinuðu liði ÍR, Bí og Bolungarvíkur laugardaginn 25. júlí sem verður slagur tveggja neðstu liðanna og mikið í húfi.