Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukar leiða í hálfleik
Sunnudagur 4. febrúar 2007 kl. 20:12

Haukar leiða í hálfleik

Staðan er 48-37 Haukum í vil í hálfleik í leik Hauka og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefur verið jafn og spennandi en lokasprettur Hauka fyrir leikhlé skóp muninn þar sem Helena Sverrisdóttir skoraði körfu í tvígang og fékk villu að auki. Hún gerði s.s. 6 stig í tveimur sóknum.

 

Svava Stefánsdóttir og María Ben Erlingsdóttir eru báðar komnar með 3 villur í liði Keflavíkur en hjá Haukum er Kristrún Sigurjónsdóttir einnig með þrjár villur. Varnir beggja liða hafa verið sterkar en Keflavíkurkonur fremur mistækar og hafa Íslandsmeistara Hauka verið duglegar við að refsa þeim fyrir vikið.

 

Nánar síðar...

 

VF-mynd/ [email protected] - Ifeoma sækir að körfunni. Maria Ben til varnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024