Haukar Íslandsmeistarar kvenna
Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik með því að sigra Keflavík, 81-77, á Ásvöllum.
Haukar unnu þar með alla þrjá leikina en þær voru líka deildarmeistarar og Powerade-bikarmeistarar.
Haukar voru með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn, en Keflavík komst aftur inn í leikinn í 3. leikhluta. Á lokakaflanum voru Haukar hins vegar sterkari og unnu verðskuldaðan sigur.
Nánar um leikinn síðar...
VF-mynd/Hans