Haukar áfram eftir sigur á Keflavík
Keflavíkurstúlkur í unglingaflokki máttu játa sig sigraðar gegn Haukum í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar í gær. Lokatölur leiksins voru 50 – 47 Haukum í vil en Haukastelpur hafa ekki tapað leik í tvö ár sem er framúrskarandi árangur.
Pálína M. Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Hauka í gær með 18 stig. Helena Sverrisdóttir gerði 12 og þær Bára F. Hálfdánardóttir og Sigrún S. Ámundadóttir gerðu sex stig hvor. María B. Erlingsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 17 stig.
Smellið hér til að skoða myndasafn frá leiknum
VF – myndir/ Hans