Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukakonur bikarmeistarar í stúlknaflokki
Laugardagur 10. mars 2007 kl. 18:02

Haukakonur bikarmeistarar í stúlknaflokki

Haukar eru bikarmeistarar í stúlknaflokki eftir 47-61 sigur á Keflavík í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Unnur Tara Jónsdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún var með 20 stig í leiknum, tók 11 fráköst og stal 6 boltum og leiddi sterkt Haukaliðið til sigurs. Margrét Kara Sturludóttir var atkvæðamikil í liði Keflavíkur en Haukapressan reyndist Keflvíkingum oft og tíðum erfið viðureignar.

 

Unnur Tara Jónsdóttir gerði fyrstu átta stig leiksins fyrir Hauka og leiddu þær að loknum fyrsta leikhluta 12-16. Fyrri hálfleikur var í eigu Hauka sem leiddu með 12 stigum í hálfleik en Keflavíkurstúlkur börðust af krafti í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn í 41-42 með miklu harðfylgi. Á sama tíma var besti maður Hauka, Unnur Tara, að glíma við villuvandræði og dvaldi skamma stund á varamannabekknum sökum þessa.

 

Þegar Keflavíkurstúlkur voru komnar of nærri þá tóku Haukar á sig rögg og breyttu stöðunni fljótlega úr 45-47 í 46-55 og sú forysta reyndist þeim nægileg til að innbyrða sigur í lokin.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024