Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hattafjör á lokahófi Nes
Það var glatt á hjalla í 88 húsinu í gær.
Miðvikudagur 11. júní 2014 kl. 13:00

Hattafjör á lokahófi Nes

Már Gunnarsson afreksmaður félagsins

Lokahóf íþróttafélagsins Nes fór fram í gær með pompi og prakt. Félagið var sæmt verðlaunum sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ en fjölmargir gestir létu sjá sig á á hófinu sem fram fór í 88 húsinu við Hafnargötu. Boðið var upp á pylsur og hamborgara á grillinu og veitt voru verðlaun fyrir afrek vetrarins. Sérstakt hattaþema var á lokahófinu en ýmis skrautleg höfuðföt litu dagsins ljós.

Afreksmaður Nes var kjörinn, en það var að þessu sinni sundmaðurinn Már Gunnarsson. Í umsögn um Má segir að þar fari svakalegur keppnismaður sem ætli sér mjög langt í sundi. Már er sjónskertur en hefur samt náð stífum lágmörkum á Aldursflokka meistaramót Íslands (fyrir ófatlaða) í ár. Már er með lágmörk í Íslenska landsiðið í sundi (fatlaðra) og tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í sundi haustið 2013 og fékk þar tvenn verðlaun. Á alþjóðlegu sundmóti í svíþjóð rakaði hann inn verðlaunum í sínum flokki og hefur nú þegar sett tvö Íslandsmet í sundi. Hér að neðan má svo sjá vinningshafa í öllum greinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Már Gunnarsson.

Sérstök hvatningarverðlaun hlaut svo Linda Björg Björgvinsdóttir sem hefur æft sund af bestu getu undafarin ár. Linda er með heilalömun (CP) sem gerir það að verkum að hún á mjög erfitt með nákvæmar hreyfingar, en hefur engu að síður náð góðri færni í að synda rétt og vel. Þessi fötlun hennar gerir það líka að verkum að hún er oft frá vegna meiðsla í öxlum en hún mætir samt oftast á allar æfingar þó ekki nema að til að hvetja félaga sína áfram. Linda er mjög góður félagsmaður sem á skilið að fá hvatningarverðlaunin.

Linda Björg Björgvinsdóttir.

Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes veitir viðurkenningunni viðtöku frá Sigríði Jónsdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Andri Fannar Ágústsson hlaut verðlaun fyrir flottasta hattinn að þessu sinni. Glæsilegur kjúklingahattur.

Boccia eldri

Besti félaginn boccia eldri: Einar Þór Björgvinsson

Mestu framfarir boccia eldri: Berglind Daníelsdóttir

Bocciamaður Nes eldri: Vilhjálmur Þór Jónsson

Boccia yngri

Besti félaginn boccia yngri: Eðvald Heimir Jónasson

Mestu framfarir boccia yngri: Arnar Friðrik Gunnlaugsson

Bocciamaður Nes yngri: Viktor Ingi Elíasson

Frjálsar íþróttir

Besti félaginn frjálsar yngri: Andri Þór Gunnarsson
Besti félaginn frjálsar eldri: Thelma Rut Gunnlaugsdóttir

Mestu framfarir frjálsar yngri: Sigurvin
Mestu framfarir frjálsar eldri: Svanfríður Lind Árnadóttir

Frjálsíþróttamaður Nes yngri: Viktor Ingi Elíasson
Frjálsíþróttamaður Nes eldri: Ari Ægisson

Garpasund

Besti félaginn garpasund: Jakob Gunnar Lárusson

Mestu framfarir garpasund: Davíð Már Guðmundsson

Garpur Nes: Óskar Ívarsson

Knattspyrna

Besti félaginn knattspyrna  A lið Sigurður Guðmundsson
Besti félaginn knattspyrna  B lið  Einar Þór Björgvinsson

Mestu framfarir knattspyrna A lið  Halldór Finnsson
Mestu framfarir knattspyrna B lið  Friðrika Ína Hjartardóttir

Knattspyrnumaður Nes  A lið Erna Kristsín Brynjarsdóttir
Knattspyrnumaður Nes  B lið  Damian Polkowski

Sund

Besti félaginn sund yngri: Sigurrós Birna Sigurðardóttir
Besti félaginn sund eldri: Fannar Jóhannesson

Mestu framfarir sund yngri: Leó Austmann Baldursson
Mestu framfarir sund eldri: Friðrika Ína Hjartardóttir

Sundmaður Nes yngri: Alexander Ben Guðmundsson
Sundmaður Nes eldri: Már Gunnarsson

VF/Myndir: Olga Björt og Eyþór Sæm.