Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hátt í 40 manns þreyttu beltapróf
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 13:18

Hátt í 40 manns þreyttu beltapróf

Það voru 37 manns sem þreyttu beltapróf á vegum Taekwondodeildar Keflavíkur s.l. föstudag en beltaprófin fóru fram í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ.

Master Sigursteinn Snorrason (4-dan) var prófdómari ásamt Þorra Birgissyni, þjálfara í Keflavík og Pétri Péturssyni. Iðkendurnir stóðu sig með mikilli prýði náðu allir nýrri prófgráðu og þar með nýju belti sem verður að teljast óvenjulegt fyrir jafn stóran hóp.

Í beltaprófin voru 11 iðkendur að taka sína fyrstu prófgráðu, sem er 10- geup, gul rönd, átta krakkar tóku 9-geup sem er gult belti, þrír krakkar tóku 8-geup, appelsínugult belti, níu krakkar tóku 7-geup, grænt belti og fjórir iðkendur tóku 6-geup blátt belti.

Einar Snorrason tók 5-geup blátt belti með rauðri rönd, og  Pétur Bryde tók 4-geup sem er rautt belti.

www.keflavik.is




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024