Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 22. mars 2000 kl. 14:20

Hátíð fyrir körfuknattleiksunnendur

Á sunnudag verður fyrsti leikurinn í undanúrslitum EPSON-deildarinnar þegar KR-ingar mæta í Ljónagryfjuna á Brekkustígnum í Njarðvík. Daginn eftir hefst rimma Hauka og Grindvíkinga í Hafnarfirði og síðan verður leikið á hverjum degi þar til yfir líkur 3. apríl. Körfuknattleiksunnendur geta því skilið karlana eftir heima við strauborðið og séð tilfinningaríkan toppkörfubolta á hverjum degi alla næstu viku. Hægt verður að senda þá á kvennaslag Keflavíkur og KR, þar skortir ekki tilfinningarnar heldur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024