Hátíð fyrir hnefaleika aðdáendur
Einn stærsti boxviðburður á Íslandi verður 18. mars næstkomandi þegar öll skráð hnefaleikafélög innan ÍSÍ munu keppa gegn Bretum á árshátíð félaganna. Tólf bardagar verða á föstudaginn, tíu í karla og tveir í kvenna.
Suðurnesjamenn eiga öfluga boxara og þrír boxarar frá Hnefaleikafélagi Reykjanes munu berjast í hringnum á föstudag við úrvalslið frá boxklúbbum bresku lögreglunnar. Skúli „Tyson“ Vilbergsson mun koma með „comeback“ en það er liðið eitt og hálft ár síðan Skúli keppti opinberlega í hringnum á Íslandi. Þá munu Daníel Þórðarson, sem kosinn var hnefaleikamaður ársins af ÍSÍ og Skúli Ármannson, báðir frá Hnefaleikafélagi Reykjanes berjast við Bretana á föstudag. Skúli Ármannson keppir í super þungavigt, Skúli Vilbergsson í léttþungavigt og Daníel Þórðarson í veltivigt.
Einnig keppir Þórður “Doddy” sem hefur verið að gera góða hluti í boxinu, náði nýlega 2. sæti í dönsku meistaramóti og fer núna á föstudaginn á móti breska meistaranum Michael Bailey, og mun Bailey vera einn besti hnefaleikari sem keppt hefur á Íslandi.
Grindvíkingurinn Tómas Guðmundsson berst ekki á föstudaginn þar sem hann hefur ekki getað æft mikið sökum mikilla anna. Hinsvegar mun unnusta Tómasar, sem meðal annars vann til verðlauna í opnu móti í Svíþjóð, keppa við breska stúlku.
Guðjón Vilhelm Sigurðsson þjálfari og formaður Hnefaleikafélags Reykjanes sagði þetta mikið og veglegt kvöld fyrir boxaðdáendur „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum „dinner“ box, við höfum prófað marga hluti en þetta er nýtt á nálinni“. Hann fór út með Skúla Vilbergssyni í síðasta mánuði þar sem hann keppti við hnefaleikamann sem var töluvert þyngri og stærri en Skúli, en Skúli enga að síður vann bardagann, „Það kom mér á óvart hversu lítið hann var ryðgaður úti, en á föstudag munum við sjá meiri hraða og meiri höggþunga heldur en var upp á teningnum úti því hann hefur æft mjög vel,“ sagði Guðjón.
Kvöldið mun byrja með þriggja rétta hátíðarkvöldverði á Hótel Íslandi, Broadway. Eftir matinn mun ein stærsta boxkeppni ársins vera haldin þar sem flest öll hnefaleikafélög á Íslandi munu setja saman lið með sínum bestu boxurum og taka á móti liði frá Bretlandi.
Suðurnesjamenn eru hvattir að mæta á Broadway á föstudag og styðja við bakið á sínum mönnum, aðgöngumiða er hægt að nálgast á Traffic, Keflavík.
Suðurnesjamenn eiga öfluga boxara og þrír boxarar frá Hnefaleikafélagi Reykjanes munu berjast í hringnum á föstudag við úrvalslið frá boxklúbbum bresku lögreglunnar. Skúli „Tyson“ Vilbergsson mun koma með „comeback“ en það er liðið eitt og hálft ár síðan Skúli keppti opinberlega í hringnum á Íslandi. Þá munu Daníel Þórðarson, sem kosinn var hnefaleikamaður ársins af ÍSÍ og Skúli Ármannson, báðir frá Hnefaleikafélagi Reykjanes berjast við Bretana á föstudag. Skúli Ármannson keppir í super þungavigt, Skúli Vilbergsson í léttþungavigt og Daníel Þórðarson í veltivigt.
Einnig keppir Þórður “Doddy” sem hefur verið að gera góða hluti í boxinu, náði nýlega 2. sæti í dönsku meistaramóti og fer núna á föstudaginn á móti breska meistaranum Michael Bailey, og mun Bailey vera einn besti hnefaleikari sem keppt hefur á Íslandi.
Grindvíkingurinn Tómas Guðmundsson berst ekki á föstudaginn þar sem hann hefur ekki getað æft mikið sökum mikilla anna. Hinsvegar mun unnusta Tómasar, sem meðal annars vann til verðlauna í opnu móti í Svíþjóð, keppa við breska stúlku.
Guðjón Vilhelm Sigurðsson þjálfari og formaður Hnefaleikafélags Reykjanes sagði þetta mikið og veglegt kvöld fyrir boxaðdáendur „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum „dinner“ box, við höfum prófað marga hluti en þetta er nýtt á nálinni“. Hann fór út með Skúla Vilbergssyni í síðasta mánuði þar sem hann keppti við hnefaleikamann sem var töluvert þyngri og stærri en Skúli, en Skúli enga að síður vann bardagann, „Það kom mér á óvart hversu lítið hann var ryðgaður úti, en á föstudag munum við sjá meiri hraða og meiri höggþunga heldur en var upp á teningnum úti því hann hefur æft mjög vel,“ sagði Guðjón.
Kvöldið mun byrja með þriggja rétta hátíðarkvöldverði á Hótel Íslandi, Broadway. Eftir matinn mun ein stærsta boxkeppni ársins vera haldin þar sem flest öll hnefaleikafélög á Íslandi munu setja saman lið með sínum bestu boxurum og taka á móti liði frá Bretlandi.
Suðurnesjamenn eru hvattir að mæta á Broadway á föstudag og styðja við bakið á sínum mönnum, aðgöngumiða er hægt að nálgast á Traffic, Keflavík.