Háspenna þegar Njarðvík sigraði Tindastól
Njarðvík sigraði Tindastól á Sauðárkróki, 86:85, í háspennuleik í 7. umferð í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Staðan í hálfleik var 39:47 gestunum í hag. Spennan var mikil enda fengu heimamenn tvö tækifæri á því að vinna leikinn en gestirnir úr Njarðvík komu í veg fyrir það og sigruðu. Keflavík burstaði Val, 114:61, en þeir leiddu leikinn frá upphafi og voru í raun búnir að vinna leikinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 26:52.Njarðvík og Keflavík komust upp að hlið Grindvíkingum í 2. sætið með 10 stig ásamt Haukum.