Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Háspenna í Ljónagryfjunni
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 10:09

Háspenna í Ljónagryfjunni

Njarðvík sigraði Grindavík, 98-96, í háspennuleik í Reykjanesmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 85-85 en heimamenn í Njarðvík höfðu betur á endasprettinum.

Jeb Ivey hefur verið að finna sig vel með Njarðvíkingum en hann var stigahæstur þeirra í gær með 24 stig. Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamestur Grindvíkinga og setti niður 26 stig.

Næsti leikur Njarðvíkinga verður í Garðabæ á föstudag þar sem þeir mæta Stjörnunni kl. 20:15 í Ásgarði. Grindavík og Keflavík mætast svo á sunnudag í íþróttahúsinu við Sunnubraut kl. 19:15.

VF-mynd/ Ivey í leik gegn Grindavík með Fjölni á síðustu leiktíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024