Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Háspenna fyrir norðan
Sunnudagur 3. júlí 2011 kl. 10:43

Háspenna fyrir norðan

Það var háspenna í Valitor-bikarnum í gær þegar Grindvíkingar heimsóttu Þórsara í 8-liða úrslitum í gær.

Þórsarar komust yfir eftir rúmar 20 mínútur en Magnús Björgvinsson jafnaði fyrir Grindvíkinga á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og því varð að grípa til framlengingar. Þórsarar reyndust sterkari í framlengingunni en erfitt reyndist þeim þó að skora.

Allt stefndi því í vítaspyrnukeppni áður en Ingi Freyr Hilmarsson vippaði boltanum yfir Jack Giddens í marki Grindvíkinga þegar 120 mínútur höfðu verið leiknar. Hreint ótrúlega dramatískar lokamínútur og 2-1 sigur Þórsara staðreynd.

Mynd: Magnús Björgvinsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024