Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Háskólakarfan: Sigur hjá Söru
Mánudagur 15. febrúar 2016 kl. 11:29

Háskólakarfan: Sigur hjá Söru

Töp hjá Njarðvíkingunum Elvari og Kristni

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson skoraði 11 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans í Barry háskólanum beið lægri hlut gegn Nova Southeastern 91:105 nú um helgina. Lið Elvars hefur nú unnið 18 leiki og tapað fjórum það sem af er tímabili í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Canisius lið Söru Rúnar Hinriksdóttur frá Keflavík lagði lið Marist í spennandi leik 71:69 þar sem Sara skoraði 6 stig og tók 4 fráköst. Sara og félagar hafa nú unnið 11 leiki en tapað 14 í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn Pálsson skoraði 10 stig í tapi Marist gegn Manhattan skólanum um helgina. Lið Njarðvíkingsins Kristins hefur aðeins unnið fimm leiki á tímabilinu en tapað 19.