Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Háskólaboltinn: Suðurnesjafólk í lykilhlutverkum
  • Háskólaboltinn: Suðurnesjafólk í lykilhlutverkum
Miðvikudagur 4. janúar 2017 kl. 15:24

Háskólaboltinn: Suðurnesjafólk í lykilhlutverkum

Sara Rún og Elvar Már spila glimrandi vel

Körfuboltafólk frá Suðurnesjum er að gera mjög góða hluti í bandaríska háskólakörfuboltanum á yfirstandandi tímabili. Þau Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir eru t.a.m. í lykilhlutverkum hjá sínum liðum og hafa bætt sig talsvert frá því fyrra.

Njarðvíkingurinn Elvar Már skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar í fjórða sigri Barry liðsins í röð á dögunum. Elvar er með 8,5 stoðsendingar í leik á þessu tímabili auk þess sem hann er með 15 stig í leik. Í fyrra var Elvar með 8,1 stoðsendingu í leik eða flestar allra í háskólaboltanum, en hann var þá með 10,8 stig að meðaltali. Nú er Elvar þriðji í stoðsendingum í annarri deildinni í háskólaboltanum, en aðeins einn leikmaður í efstu deild er með fleiri stoðsendingar en Elvar í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík leiðir Canisius háskólann í stigum á þessum tímabili með 14,8 stig í leik. Hún leiðir auk þess liðið í fráköstum og vörðum skotum í leik og er þriðja í stoðsendingum. Sannarlega mikill viðsnúningur frá því í fyrra hjá þessari öflugu körfuboltakonu.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson byrjar vel með Davidson skólanum í Norður Karolínu þar sem gefur flestar stoðsendingar í liðinu, eða 3,9 í leik auk þess sem hann stelur flestum boltum. Hann skorar svo 8 stig í leik og tekur 5 fráköst.

Kristinn Pálsson skoraði tvær þriggja stiga körfur og tók fjögur fráköst í sigri á Manhattan eftir framlengingu á dögunum. Kristinn sem leikur með Marist skólanum lék flestar mínútur allra á vellinum. 

Guðlaug Björt Júlíusdóttir leikur svo með skóla Florida Institude of Technology þar sem hún leikur um 11 mínútur í leik. Valur Orri Valsson er í sama skóla en hann þarf að sitja hjá þetta tímabil.