Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hasar hjá Keflavík og Stjörnunni
Þriðjudagur 25. mars 2014 kl. 15:35

Hasar hjá Keflavík og Stjörnunni

Brot eða flopp?

Það hefur varla farið famhjá nokkrum körfuboltaáhugamanni að úrslitakeppnin er hafin í Domino's deild karla. Jafnan er mikið undir í leikjunum og baráttan eykst í kjölfarið. Þeir á vefsíðunni góðu Leikbrot.is náðu eftirfarandi myndbandi af viðskiptum Magnúsar Gunnarssonar hjá Keflavík og Fannars Helgasonar í öðrum leik Stjörnunnar og Kelfavíkur sem undirstrikar baráttuna í úrslitakeppninni ágætlega.

Þar eigast þeir við undir körfunni, en þeim viðskiptum líkur með því að Magnús fellur í gólfið. Nú verður svo bara hver að dæma fyrir sig hvort um brot hafi verið að ræða, eða lét Magnús sig falla?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024