Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Hasar hjá Keflavík og Stjörnunni
Þriðjudagur 25. mars 2014 kl. 15:35

Hasar hjá Keflavík og Stjörnunni

Brot eða flopp?

Það hefur varla farið famhjá nokkrum körfuboltaáhugamanni að úrslitakeppnin er hafin í Domino's deild karla. Jafnan er mikið undir í leikjunum og baráttan eykst í kjölfarið. Þeir á vefsíðunni góðu Leikbrot.is náðu eftirfarandi myndbandi af viðskiptum Magnúsar Gunnarssonar hjá Keflavík og Fannars Helgasonar í öðrum leik Stjörnunnar og Kelfavíkur sem undirstrikar baráttuna í úrslitakeppninni ágætlega.

Þar eigast þeir við undir körfunni, en þeim viðskiptum líkur með því að Magnús fellur í gólfið. Nú verður svo bara hver að dæma fyrir sig hvort um brot hafi verið að ræða, eða lét Magnús sig falla?

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025