Hart barist um tuðruna í Bjarnarbollanum
Hinn sívinsæli Bjarnarbolli knattspyrnumót Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja er nú í fullum gangi en keppt er í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Töluvert margir þátttakendur eru í mótinu sem hefur verið árlegur viðburður hjá nemendafélaginu í þó nokkuð mörg ár. 21 lið keppa í þremur riðlum en tvö lið úr hverjum riðli taka þátt í úrslitum mótsins í næstu viku. Á morgun verður keppt í riðli þrjú.
Í dag var keppt í riðli tvö og börðust leikmenn hart um tuðruna. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja fjölmenntu í íþróttahúsið og var nánast fullsetið hús.
Sigurliðið fær vegleg verðlaun að sögn íþróttaráðs N.F.S. en það keppir einnig í knattspyrnumóti framhaldskólanna fyrir félagið.
Myndin: Mikill hasar var í báðum sölum íþróttahússins við Sunnubraut þegar Bjarnarbollinn fór fram í dag / AMG