Hart barist að Hlíðarenda
Það verður hart barist í kvöld þegar Keflavíkurstúlkur halda að Hlíðarenda þar sem þær leika gegn Val í Landsbankdadeild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:00 og leika Keflavíkurstúlkur án Bjargar Ástu Þórðardóttur sem sleit krossbönd á dögunum í leik með U 21 árs liði Íslands.
„Það er vitaskuld mikill missir í Björgu en það verður bara að koma maður í manns stað. Ég ætla að gera mitt besta í kvöld til þess að skora gegn mínum gömlu liðsfélögum. Lykillinn að Keflavíkursigri í kvöld er barátta númer 1, 2 og 3. Ef við berjumst eins og ljón þá getur allt gerst,“ sagði framherjinn Nína Ósk Kristinsdóttir í samtali við Víkurfréttir í dag.
Valsstúlkur eru í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en Keflavík er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig.
VF-mynd/ Nína í leik með Val