Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 30. september 2002 kl. 16:58

Hart barist á knattspyrnumóti grunnskólanna

Fimmtudaginn 26. september var í Reykjaneshöllinni haldið knattspyrnumót grunnskólanna í Reykjanesbæ þar sem úrvalslið skólanna fjögurra skipuð nemendum úr 8-10. bekk áttust við. Hart var barist í mótinu en þetta er fyrsta knattspyrnumótið sem haldið er milli skólanna en á síðasta ári var keppt þeirra á millum í hreysti og spurningakeppni. Verður því haldið áfram en einnig er áætlað að koma á ræðukeppni milli grunnskólanna sem haldin yrði vorið 2003.
Heiðarskóli hafði nauman sigur að lokum, var jafn Njarðvíkurskóla að stigum og með sama markamismun, en úrslitum réð að Heiðarskóli skoraði fleiri mörk en Njarðvíkurskóli. Holtaskóli varð í þriggja sæti en restina rak þrátt fyrir hetjulega baráttu.

h.h. Tómstundaleiðbeinenda
Eysteinn Eyjólfsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024