Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hardy og Hewson best hjá gulum
Rio Hardy og Sam Hewson eru bestu leikmenn Grindavíkur þetta tímabilið.
Miðvikudagur 3. október 2018 kl. 11:06

Hardy og Hewson best hjá gulum

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram með glæsibrag um liðna helgi. Grindvíkingar verðlaunuðu sitt fólk fyrir afrakstur sumarsins og skemmtu sér fram á rauða nótt. Þau Rio Hardy og Sam Hewson voru kjörin best í meistaraflokkum kvenna og karla en efnilegust þykja þau María Sól Jakobsdóttir og Sigurjón Rúnarsson.


Verðlaunahafar kvöldsins voru eftirfarandi:



Leikmenn ársins í meistaraflokki kvenna og karla:
 Rio Hardy og Sam Hewson.


Markahæstu leikmenn:
Rio Hardy og Will Daniels.


Efnilegustu leikmennirnir:
María Sól Jakobsdóttir og Sigurjón Rúnarsson
.

Mikilvægustu leikmennirnir:
Ísabel Jasmín Almarsdóttir og Björn Berg Bryde.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavik.is greinir frá.