Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Harður slagur framundan um úrslitasæti
Föstudagur 27. ágúst 2010 kl. 08:13

Harður slagur framundan um úrslitasæti


Lið Keflavíkur í 1. deild kvenna í knattspyrnu mætir ÍBV á laugardaginn í rimmu liðanna um laust sæti í úrvalsdeild kvenna. Ljóst er að baráttan verður hörð enda eigast við bestu liðin úr A og B-riðli. ÍBV varð sigurvegari B-riðils með því að leggja Selfoss 6-0 í síðasta leik riðilsins en Selfoss varð í öðru sæti. Eyjastúlkur eru því greinilega harðar í horn að taka. Keflavík varð í öðru sæti í A-riðli. Fyrri leikur liðanna fer fram á Sparisjóðsvellinum á laugardaginn kl. 14 en hinn síðari verður í Eyjum miðvikudaginn 1. september.

„Þetta leggst bara ágætlega í okkur og stemmningin er mjög góð í liðnu,“ segir Steinar Örn Ingimundarson, þjálfari Keflavíkurstúlkna, aðspurður um andann í herbúðum liðsins. Steinar segist nokkuð sáttur við gengi liðsins í sumar. „Við settum okkar það markmið að komast í þessa úrslitakeppni. Fyrst við erum komin þangað viljum við auðvitað klára þetta með stæl, það er næsta verkefni. Þetta verður vissulega erfitt en við mætum vel stemmd og undirbúinn til leiks.“

Keflavíkurliðið mætir að mestu með fullskipað lið en tveir af  lykilmönnum liðsins eru frá vegna meiðsla og óléttu. Markaskorarinn Nína Ósk er í toppformi en hún hefur skorað 26 mörk í deildinni í sumar og er markahæsti leikmaður allra deilda Íslandsmótsins.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024