Haraldur yfirgefur Kýpur - Stefnir út aftur
Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson hefur rift samningi sínum við liðið Apollon Limassol á Kýpur þar sem hann hefur leikið síðan í janúar. Þetta kemur fram á vefnum fotbolti.net.
Haraldur er uppalinn í Keflavík og lék þar við góðan orðstír allt þar til hann hélt utan til Noregs þar sem hann lék með Álasundi um árabil.
Ástæðan fyrir því að Haraldur yfirgefur félagið er að það á í fjárhagserfiðleikum og samdi við marga leikmenn um samningsriftun. Hann hafði annars leikið vel og var með fast sæti í liðinu.
Haraldur æfir nú með sínum gömlu félögum í Keflavík en umboðsmaður hans sagði við fotbolta.net að hann stefndi ekki að því að leika heima heldur að leita fyrir sér erlendis. Félög á Englandi, Skotlandi, Hollandi og á Norðurlöndum hafi sýnt Haraldi áhuga og framhaldið muni ráðast á næstu vikum.
Heimild: fotbolti.net