Haraldur valinn bestur hjá Álasundi
Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson sem leikur með liði Álasunds í Noregi var um helgina valinn leikmaður ársins hjá liði sínu, en Álasund vann sér þátttökurétt í Úrvalsdeild á næsta ári.
Eins og kom fram hér á vf.is fyrir helgi var Haraldur einnig valinn leikmaður ársins hjá sjónvarpsstöð einni í Álasund þannig að ljóst er að mikil ánægja er með hans frammistöðu.
Þetta kom fram á vefmiðlinum www.fotbolti.net í dag.