Haraldur spilaði allan leikinn gegn Rosenborg
Haraldur Guðmundsson og félagar í Ålesund gerðu jafntefli við norsku risana í Rosenborg 2-2 í norsku úrvalsdeildinni þar sem Rosenborg náði að jafna á síðustu mínútum leiksins. Haraldur lék allan leikinn og sagði í samtali við Víkurfréttir að honum hafi gengið vel í miðvarðarstöðunni á troðfullum leikvelli í Þrándheimi.
Mynd:/úr leiknum. fengin af http://aalesundsfk.com heimasíðu stuðningsmanna Ålesund