Haraldur skorar í tapleik
Haraldur Guðmundsson opnaði markareikning sinn fyrir Aalesund í gær þegar hann skoraði eina mark liðsins gegn Valerenga í 3-1 tapi.
Haraldur skoraði markið eint úr aukasyrnu af 25m færi á 2. mínútu, en markvörður Valerenga er landsliðsmaðurinn Árni Gautur Arason.
Þá lék Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnson allan leikinn með liði sínu Brann í tapleik, 2-3, gegn Bodö/Glimt og Stefán Gíslason lék allan leikinn með Lyn í 0-0 jafntefli gegn Viking.
Þá gerði Jóhann B. Guðmundsson stuttan stans á vellium með liði sínu Ögryte í Svíþjóð en honum var vísað af velli eftir aðeins 9 mínútur eftir að hafa lent í ryskingum við móherja.
VF-mynd úr safni. Haraldur skorar úr aukaspyrnu gegn Grindavík síðasta sumar. Keimlíkt því marki sem hann skoraði um helgina.