Haraldur skoraði fyrir Aalesund
Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson var á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni um helgina þegar Aalesund hafði 4-1 sigur á Sandefjord. Haraldur gerði þriðja mark Aalesund í leiknum.
Þá lék Ólafur Örn Bjarnason allan leikinn með Brann sem vann Stromsgodset á útivelli 4-2. Aalesund er í 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig en Brann er á toppi deilarinnar með 32 stig.