Haraldur leiðir kosningu í kjöri á leikmanni ársins
Knattspyrnumaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson er sem stendur í efsta sæti á kjöri besta leikmanns Álasundarliðsins í norsku úrvalsdeildinni en kosningin fer fram á www.nettsporten.no
Haraldur hefur leikið fantavel með Álasundi á leiktíðinni og samkvæmt vefmiðlinum www.fotbolti.net er vitað af áhuga stærri liða á honum. Til þess að vera gjaldgengur í netkosninguna hjá nettsporten.no þarf leikmaður að hafa leikið að meðaltali 30 mínútur í leik og tekið þátt í helming deildarleikjanna.
Staðan í kosningunni sem enn er ekki lokið en úrslit verða kunngjörð að lokinni leiktíðinni. Tvær umferðir lifa eftir af norsku úrvalsdeildinni þar sem Álasund er í 10. sæti af 14 með 30 stig.
Mynd: www.nettsporten.no – Espen Olsvik