Haraldur lagði upp mark í sigri Álasund
Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson kom mikið við sögu í leik Álasund og Tromsö í norksu úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Hann lagði upp annað mark liðsins sem vann 2-0.
Eftir sigurinn er Álasund í 12.-13. sæti með 8 stig, jafnmörg stig og Sandefjord sem á leik til góða. Álasund mætir Veigari Pál og félögum í Stabæk á heimavelli í næsta leik næstkomandi sunnudag.